Þurrís (3+ kg)

4.980 kr.

Þurrísinn kemur í sölu föstudaginn 27. okt og föstudaginn 3. nóv. (til sölu meðan birgðir endast).

Þurrísinn er seldur í frauðkassa. Ýmist 1.5 kg eða 3 kg.

Því miður er ekki hægt að versla hann í netverslun eða láta taka frá því um leið og þurrísinn er tekinn úr kistunni og settur í frauðkassann byrjar hann að gufa upp (ca. 100 gr pr klst).

Best er því að mæta í verslun og kaupa hann eins seint og hægt er þann dag sem á að nota hann.

Ekki til sölu í netverslun

Vörunúmer: 00045 Flokkar: , ,

Lýsing

Leiðbeiningar frá Partýbúðinni um notkun þurríss til skemmtunar:

  • Þurrís er -79°C kaldur og getur valdið alvarlegum frostbruna. Gætið ýtrustu varúðar við meðhöndlun þurríss; látið þurrísinn hvorki snerta hendur, varir, munn né nokkurn annan líkamshluta.
  • Setjið þurrísinn ekki út í drykk sem ætlaður er til neyslu.
  • Þurrísinn má setja með skeið út í vatn sem er í skál eða á bakka með kanti. Vatnið getur verið volt eða kalt; áhrifin eru aðeins meiri ef vatnið er volgt.  Setjið aðeins lítið magn af þurrís í einu (jafngildi teskeiðar eða matskeiðar); annars frýs þurrísinn saman og áhrifanna gætir ekki lengi.  Prófið ykkur áfram og bætið á eftir þörfum.  Þegar þurrísinn snertir vatnið kraumar það og ísinn gufar upp með tilheyrandi reyk.  Ef bollu- eða drykkjarskál stendur á bakkanum skal gæta þess að þurrísinn blandist ekki við drykkinn.
  • Einnig má hella litlu magni af vatni yfir lítið magn af þurrís í opnu íláti.
  • Aldrei má loka íláti sem þurrís og vatni hefur verið blandað saman í.
  • Þurrísinn gufar upp um sem nemur 100 gr/klst úr litlum frauðplastkassa. Þannig má búast við að 1,5 kg verði orðið að um 1,0 kg fimm klukkustundum eftir að það er sett í kassann.  1,0 kg er gjarnan talið hæfilegt magn til notkunar í 10-20 manna veislu.  Gera má ráð fyrir 2-3 kg uppgufun á einum sólarhring.
  • Gott er að geyma þurrísinn á köldum stað, s.s. á svölum eða í geymsluherbergi fram að notkun. Litlu breytir um uppgufunarhraða þótt ísinn sé geymdur í frystikistu, en í lokuðu rými getur hann skapað hættuástand.
  • GEYMIÐ ÞURRÍS ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL.
  • Látið börn ekki meðhöndla þurrís undir neinum kringumstæðum. Leitið læknis án tafar ef þurrísinn veldur frostbruna.