Skip to main content
search
0

Upplýsingar um seljanda

Afbragðs ehf. (Partýbúðin), kt. 640388-2189, Faxafeni 11, 108 Reykjavík, s: 5340534, netfang: partybudin@partybudin.is, VSK nr. 11084.

Pantanir

Pantanir eru teknar saman sama dag og pantanir berast eða strax daginn eftir. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Sé varan ekki til verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað.

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 1-3 dagar (virkir dagar) eftir að pöntun hefur borist og greiðsla hefur átt sér stað.
Varan er send með Póstinum eða Dropp.

Einnig er hægt að óska eftir heimsendingu á helíumblöðrum með AHA. Eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Afhendingartíminn: Virkir dagar kl. 12-17 / laug og sun kl. 12-14. Panta verður með amk. sólarhrings fyrirvara. Hámark 30 blöðrur.

Ath. að sé óskað eftir því að fá fleiri en 30 helíumblöðrur sendar á höfuðborgarsvæðinu getum við haft milligöngu um að panta sendibíl frá sendibílastöð. Partýbúðin er þá eingöngu milligönguaðili. Panta verður símleiðis til þess að nýta sér þessa þjónustu.

Loks er hægt að óska eftir því að sækja vörurnar í Partýbúðina að Faxafeni 11 sér að kostnaðarlausu.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Hægt er að velja um nokkra sendingarmáta en sendingarkostnaðurinn er skv. gjaldskrá Póstsins og Dropp. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

Sendingarkostnaður á helíumblöðrum með AHA er fastur 4990 (þótt verslað sé fyrir meira en 15.000 kr.).

Sé óskað eftir því að fá helíumblöðrur sendar innan höfuðborgarsvæðisins með sendibíl miðast verðið við gjaldskrá sendibílastöðvarinnar hverju sinni. Sendingarkostnaðurinn er greiddur við afhendingu á blöðrunum (bílstjórar eru með kortaposa).

Verð

Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur og áskilur Partýbúðin sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Einnig áskiljum við okkur fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Vörum sem eru pantaðar af netinu er hægt að skila innan eins mánaðar og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé ónotuð, óskemmd, í upprunalegum umbúðum og að kvittun fylgi. Sendingarkostnaður, ef við á, er eingöngu endurgreiddur sé um gallaða vöru að ræða. Við endurgreiðum vöruna innan þriggja daga frá því að við fáum hana í hendurnar en samdægurs (eða daginn eftir) sé um gallaða vöru að ræða.

Vinsamlegast hafið samband á netfangið partybudin@partybudin.is áður en vöru er skilað.

Hafi Partýbúðin fyrir mistök sent ranga vöru til kaupanda skal kaupandi, á kostnað Partýbúðarinnar, endursenda vöruna til okkar um hæl (og senda staðfestingu á að varan sé komin í póst á partybudin@partybudin.is). Partýbúðin sendir rétta vöru, kaupanda að kostnaðarlausu, um leið og ofangreind staðfesting er móttekin af Partýbúðinni. Þá getur kaupandi alltaf frekar þegið endurgreiðslu heldur en nýja (rétta) vöru óski hann þess. Endurgreiðsla vegna mistaka Partýbúðarinnar fer fram samdægurs (eða daginn eftir) að varan berst til okkar.

Greiðslur

Við bjóðum upp á þrenns konar greiðslumöguleika – debetkort, kreditkort og netgíró.

Þú getur greitt fyrir vöruna í vefversluninni með debet- eða kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Valitors sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

Einnig getur þú greitt með netgíró. Netgíró bíður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna en fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hérna. Þegar þú greiðir með netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig er hægt að velja að greiða með raðgreiðslum og það er mögulegt á að dreifa því á 2-24 mánuði.

Ef vara er ekki sótt

Sækir þú ekki vöruna/netpöntunina innan 3ja mánaða frá því að hún er pöntuð áskilur Partbúðin sér þann rétt að taka vöruna aftur í sölu og endurgreiða þér (sé þess kostur). 

Annað

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

 

LEIGUSKILMÁLAR

Leigufyrirkomulag:

  1. Leiguvörur eru pantaðar í gegnum netverslunina www.partybudin.is.
  2. Greitt er fyrir leiguna þegar pantað er.
  3. Það þarf almennt að sækja allar vörur/búnað nema annað sé tilgreint í vörulýsingu. Vörur/búnaður eru sóttar í verslun Partýbúðarinnar að Faxafeni 11, 108 Reykjavík.
  4. Partýbúðin getur gegn vægu gjaldi annast afhendingu á öllum leiguvörum á höfuðborgarsvæðinu.
  5. Hætti leigjandi við bókun þegar meira en 48 klst (2 sólarhringir) eru í afhendingartíma fæst leiguverðið endurgreitt að fullu. Eingöngu er tekið við afbókunum í síma 5340534 en senda þarf staðfestingarpóst með reikningsupplýsingum á emailið partybudin@partybudin.is
  6. Hætti leigjandi við bókun þegar minna en 48 klst (2 sólarhringir) er í afhendingartíma fæst 50% af leiguverðinu endurgreitt. Eingöngu er tekið við afbókunum í gegnum síma 5340534 en senda þarf staðfestingarpóst á emailið partybudin@partybudin.is

Leigutími/verð:

  1. Leigutími er almennt tæpur sólarhringur og öll verð miða við það. Viljir þú leigja vöru/búnað lengur en í tæpan sólarhring þá er greitt 50% af leiguverðinu fyrir hvern auka dag. Ef þú hefur hug á lengri leigu en 4 daga getum við gefið þér tilboð í gegnum email eða síma.
  2. Almennt má sækja vöruna/búnaðinn í fyrsta lagi kl. 14 þann dag sem leigja á vöruna/búnaðinn nema samið sé sérstaklega um annað.
  3. Vörunni/búnaðinum skal skilað fyrir kl. 12 á skiladegi nema samið sé sérstaklega um annað. ATH. opið er alla daga vikunnar í versluninni.
  4. Sé vöru/búnaði ekki skilað á réttum tíma skal greitt fullt leiguverð fyrir hvern liðinn dag frá skiladegi.

Ábyrgð/tryggingar:

  1. Ábyrgð og áhætta á leigðum vörum/búnaði færist yfir á viðskiptavin þegar vara/búnaður er afhentur í verslun Partýbúðarinnar eða þegar afhending hefur átt sér stað annarsstaðar og starfsmenn Partýbúðarinnar hafa lokið uppsetningu.
  2. Eftir að ábyrgð á vöru/búnaði hefur færst yfir á viðskiptavin er viðkomandi ábyrgur fyrir öllu tjóni og því ef varan/búnaðurinn glatast.
  3. Viðskiptavinir geta keypt vátryggingu (5% af leiguverði). Sjálfsábyrgð vátryggingarinnar er 15% af endurnýjunarverði vöru/búnaðar ef öllum öryggiskröfum hefur verið fylgt eftir. Sjálfsábyrgðin er þó aldrei lægri en 65.000kr ef rekja má tjón til bótaskylds atburðar.
  4. Öllum vörum/búnaði skal skilað hreinum. Ef því er ekki sinnt skal greiða þrifagjald kr. 2.500 – 5.000 (mismunandi eftir vörum/búnaði).
Close Menu

Opnunartímar

Mán. – fös.: kl. 10-18
Lau.: kl. 11-17
Sun.: kl. 11-15