Upplýsingar um seljanda

Afbragðs ehf. (Partýbúðin), kt. 640388-2189, Faxafeni 11, 108 Reykjavík, s: 5340534, netfang: partybudin@partybudin.is, VSK nr. 11084.

Pantanir

Pantanir eru teknar saman sama dag og pantanir berast eða strax daginn eftir. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum. Sé varan ekki til verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað.

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 1-3 dagar (virkir dagar) eftir að pöntun hefur borist og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send með Íslandspósti á pósthús næst heimili kaupanda, í póstbox að eigin vali eða heim að dyrum kaupanda. Loks er hægt að óska eftir því að sækja vörurnar í Partýbúðina að Faxafeni 11 sér að kostnaðarlausu.

Ath. að helíumblöðrur eru ekki sendar með pósti heldur eingöngu afhentar í versluninni. Við getum þó haft milligöngu um að panta sendibíl frá sendibílastöð til þess að senda blöðrurnar heim að dyrum innan höfuðborgarsvæðisins á tíma sem kaupandi og sendibílstjóri koma sér saman um. Partýbúðin er þá eingöngu milligönguaðili. Hafa verður samband við okkur, eftir að gengið hefur verið frá pöntun á netinu, símleiðis í síma 5340534 til þess að nýta sér þessa þjónustu.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Hægt er að velja um sendingu á næsta pósthús á 990 kr., í póstbox á 890 kr. eða heimsendingu upp að dyrum á 1.190 kr. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira.

Sé óskað eftir því að fá helíumblöður sendar innan höfuðborgarsvæðisins miðast verðið við gjaldskrá sendibílastöðvarinnar hverju sinni. Sendingarkostnaðurinn er greiddur við afhendingu á blöðrunum (bílstjórar eru með kortaposa).

Verð

Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur og áskilur Partýbúðin sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Einnig áskiljum við okkur fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Vörum sem eru pantaðar af netinu er hægt að skila innan eins mánaðar og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé ónotuð, óskemmd, í upprunalegum umbúðum og að kvittun fylgi. Sendingarkostnaður, ef við á, er eingöngu endurgreiddur sé um gallaða vöru að ræða. Við endurgreiðum vöruna innan þriggja daga frá því að við fáum hana í hendurnar en samdægurs (eða daginn eftir) sé um gallaða vöru að ræða.

Vinsamlegast hafið samband á netfangið partybudin@partybudin.is áður en vöru er skilað.

Hafi Partýbúðin fyrir mistök sent ranga vöru til kaupanda skal kaupandi, á kostnað Partýbúðarinnar, endursenda vöruna til okkar um hæl (og senda staðfestingu á að varan sé komin í póst á partybudin@partybudin.is). Partýbúðin sendir rétta vöru, kaupanda að kostnaðarlausu, um leið og ofangreind staðfesting er móttekin af Partýbúðinni. Þá getur kaupandi alltaf frekar þegið endurgreiðslu heldur en nýja (rétta) vöru óski hann þess. Endurgreiðsla vegna mistaka Partýbúðarinnar fer fram samdægurs (eða daginn eftir) að varan berst til okkar.

Greiðslur

Við bjóðum upp á þrenns konar greiðslumöguleika – debetkort, kreditkort og netgíró.

Þú getur greitt fyrir vöruna í vefversluninni með debet- eða kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Valitors sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

Einnig getur þú greitt með netgíró. Netgíró bíður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna en fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hérna. Þegar þú greiðir með netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig er hægt að velja að greiða með raðgreiðslum og það er mögulegt á að dreifa því á 2-24 mánuði.

Annað

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.