LEIGUSKILMÁLAR
Leigufyrirkomulag:
- Leiguvörur eru pantaðar í gegnum netverslunina www.partybudin.is.
- Greitt er fyrir leiguna þegar pantað er.
- Það þarf almennt að sækja allar vörur/búnað. Vörur/búnaður eru sóttar í verslun Partýbúðarinnar að Faxafeni 11, 108 Reykjavík.
- Partýbúðin getur gegn vægu gjaldi annast afhendingu á öllum leiguvörum á höfuðborgarsvæðinu.
- Hætti leigjandi við bókun þegar meira en 48 klst (2 sólarhringir) eru í afhendingartíma fæst leiguverðið endurgreitt að fullu. Eingöngu er tekið við afbókunum í síma 5340534 en senda þarf staðfestingarpóst með reikningsupplýsingum á emailið partybudin@partybudin.is
- Hætti leigjandi við bókun þegar minna en 48 klst (2 sólarhringir) er í afhendingartíma fæst 50% af leiguverðinu endurgreitt. Eingöngu er tekið við afbókunum í gegnum síma 5340534 en senda þarf staðfestingarpóst á emailið partybudin@partybudin.is
Leigutími/verð:
- Leigutími er almennt tæpur sólarhringur og öll verð miða við það. Viljir þú leigja vöru/búnað lengur en í tæpan sólarhring þá er greitt 50% af leiguverðinu fyrir hvern auka dag. Ef þú hefur hug á lengri leigu en 4 daga getum við gefið þér tilboð í gegnum email eða síma.
- Almennt má sækja vöruna/búnaðinn í fyrsta lagi kl. 14 þann dag sem leigja á vöruna/búnaðinn nema samið sé sérstaklega um annað.
- Vörunni/búnaðinum skal skilað fyrir kl. 12 á skiladegi nema samið sé sérstaklega um annað. ATH. opið er alla daga vikunnar í versluninni.
- Sé vöru/búnaði ekki skilað á réttum tíma skal greitt fullt leiguverð fyrir hvern liðinn dag frá skiladegi.
Ábyrgð/tryggingar:
- Ábyrgð og áhætta á leigðum vörum/búnaði færist yfir á viðskiptavin þegar vara/búnaður er afhentur í verslun Partýbúðarinnar eða þegar afhending hefur átt sér stað annarsstaðar.
- Eftir að ábyrgð á vöru/búnaði hefur færst yfir á viðskiptavin er viðkomandi ábyrgur fyrir öllu tjóni og því ef varan/búnaðurinn glatast.
- Viðskiptavinir geta keypt vátryggingu (5% af leiguverði). Sjálfsábyrgð vátryggingarinnar er 15% af endurnýjunarverði vöru/búnaðar ef öllum öryggiskröfum hefur verið fylgt eftir. Sjálfsábyrgðin er þó aldrei lægri en 65.000kr ef rekja má tjón til bótaskylds atburðar.
- Öllum vörum/búnaði skal skilað hreinum. Ef því er ekki sinnt skal greiða þrifagjald kr. 2.500 – 5.000 (mismunandi eftir vörum/búnaði).