Skip to main content
search
0

Spurt & svarað

Hér reynum við að svara helstu spurningum um tækjaleiguna okkar. En ef þú hefur frekari spurningar er alltaf hægt að hafa samband við okkur.

Hvernig panta ég?

Leiguvörur eru pantaðar í gegnum netverslunina www.partybudin.is

Hvenær er greitt fyrir vöruna/búnaðinn?

Greitt er fyrir leiguna þegar pantað er.

Sæki ég vöruna eða fylgir uppsetning?

Það þarf almennt að sækja allar vörur/búnað nema annað sé sérstaklega tilgreint í vörulýsingu.

Hversu lengi leigi ég vöruna/búnaðinn?

Leigan miðast við tæpan sólarhring (nema samið sé um annað eða ef varan er leigð til lengri tíma).

Hvert sæki ég?

Þú sækir í Partýbúðina, Faxafeni 11, 108 Reykjavík. Opnunartími verslunarinnar er virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-17 og sunnudaga frá 11-15.

Hvenær sæki ég og hvenær skila ég?

Þú sækir almennt kl. 14 þann dag sem leigja á vöruna/búnaðinn og skilar daginn eftir fyrir kl. 12 (nema samið sé um annað eða varan sé leigð í lengri tíma). Starfsmenn yfirfara búnaðinn þegar honum er skilað kl. 12 svo hann verði tilbúinn fyrir næsta leigjanda kl. 14.

Er hægt að sækja fyrir kl. 14 þann dag sem ég er að leigja vöruna/búnaðinn eða jafnvel daginn áður?

Til þess að tryggja þér að þú getir sótt fyrir kl. 14 er öruggast að taka tvöfalda leigu (og borga 1,5 leiguverð) en svo má alltaf heyra í okkur til þess að skoða hvort varan sem þú ert að fara að leigja hafi verið í leigu daginn áður. Ef hún hefur ekki verið í leigu daginn áður er líklegt að hægt sé að sækja eitthvað fyrr.

Get ég leigt vöruna til lengri tíma en eins sólarhrings?

Leigutími er almennt tæpur sólarhringur og öll verð miða við það. Viljir þú leigja vöru/búnað lengur en í tæpan sólarhring þá er greitt 50% af leiguverðinu fyrir hvern auka dag. Ef þú hefur hug á lengri leigu en 4 daga getum við gefið þér tilboð í gegnum email eða síma.

Er sekt við því að skila of seint?

Já,  sé vöru/búnaði ekki skilað á réttum tíma skal greitt fullt leiguverð fyrir hvern liðinn dag frá skiladegi.

Hver er munurinn á dýrari og ódýrari myndakössum?

Helsti munurinn er fólginn í myndgæðum. Ipadmyndavélar eru í „Myndaskjár með hringljósi“ en aðrir myndakassar eru með Canon gæða myndavélar.

Munurinn er einnig fólginn í því að „Myndaskjár með hringljósi“ er sóttur til okkar í Partýbúðina (og skilað þangað) en uppsetning á höfuðborgarsvæðinu fylgir öðrum myndakössum.

Fæ ég afrit af öllum myndum?

Já, þær eru sendar samdægurs eða í síðasta lagi daginn eftir skil á það netfang sem leigjandi hefur gefið upp.

Er hægt að tengja prentara við öll myndaboxin?

Það er ekki hægt að tengja prentara við „Myndaskjá með hringljósi“ en það er hægt að tengja prentarann við önnur myndabox.

Hvað eru myndirnar stórar sem koma út úr prentaranum?

Þær eru 10x15cm sem er þessi klassíska stærð.

Hvað fylgja margar myndir með prentaranum?

Það fylgja 200 myndir með prentaranum. Hægt er að kaupa fleiri myndir ef áhugi er fyrir því.

Sendið þið myndakassa á landsbyggðina?

Við sendum ekki myndakassa á landsbyggðina en fólki er frjálst að sækja til okkar og keyra með myndakassana á landsbyggðina. Ef um er að ræða leigu á myndakassa þar sem uppsetning á höfuðborgarsvæðinu er innifalin fer tæknimaður yfir helstu atriði uppsetningar með leiganda þegar kassinn er sóttur og er svo í símasambandi við leigjanda þegar kassinn er settur upp.

Get ég afbókað pöntun?

Hættir þú við bókun þegar meira en 48 klst (2 sólarhringir) eru í afhendingartíma fæst leiguverðið endurgreitt að fullu. Eingöngu er tekið við afbókunum í síma 534-0534 en senda þarf staðfestingarpóst með reikningsupplýsingum á emailið partybudin@partybudin.is

Hættir þú við bókun þegar minna en 48 klst (2 sólarhringir) eru í afhendingartíma fæst 50% af leiguverðinu endurgreitt. Eingöngu er tekið við afbókunum í gegnum síma 534-0534 en senda þarf staðfestingarpóst á emailið partybudin@partybudin.is

Close Menu

Opnunartímar

Mán. – fös.: kl. 10-18
Lau.: kl. 11-17
Sun.: kl. 11-15