0

Partýbúðin innkallar hér með, f.h. Amscan International Inc., blöðrur frá Amscan sem nefndar eru “Premium Line – Yellow”, vörunr. INT995509 (50 stk/pk), lotunr. 19105, en innihald nítrósamína hefur mælst yfir leyfilegum mörkum í þeim og hafa þær verið teknar úr sölu.  Þess má geta að Amscan og dótturfyrirtæki þess eru stærsti framleiðandi blaðra í heiminum og mikil áhersla er lögð á gæðaeftirlit, skráningar og rekjanleika innan fyrirtækisins.  Innihald nitrósamína í öðrum blöðrum sem mældar hafa verið hefur verið innan marka.

Þeir viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreindar blöðrur í Partýbúðinni eru beðnir að skila þeim til verslunarinnar gegn fullri endurgreiðslu.  Partýbúðin biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kann að stafa og þakkar Neytendastofu og Amscan ábendingar og góð samskipti vegna þessa atviks.

Opnunartímar

Mán. – fös.: kl. 10-18
Lau.: kl. 11-17
Sun.: kl. 11-15